Hópurinn á
bakvið skilaboðin
Fólkið sem berst gegn straumnum, mótmælir viðtekjum venjum og grípur til aðgerða þegar nauðsyn krefur.
Fólkið sem vinnur sleitulaust að náttúruvernd og endurheimt laskaðra vistkerfa. Það er fólkið sem
heimurinn þarfnast, því að ekki bara það sem við gerum fyrir jörðina skiptir máli.
Heldur líka það sem við bætum fyrir.

Við erum vaxandi samtök baráttufólks sem leggur fram fjölbreytta reynslu sína og úrræði til að bæta fyrir
misgjörðir í garð náttúrunnar.

Okkar fyrsta verk er að kynna undirskriftalista sem krefst þess að Alþingi stuðli að verndun villtra laxastofna.

Komdu með í baráttuna. Með samtakamættinum verða okkur allir vegir færir.
Hópurinn
VALA
ÁRNADÓTTIR
VALA
ÁRNADÓTTIR
Vala er ötul baráttukona fyrir verndun villtra laxastofna. Hún tengdi hópinn saman og er ein helsta talskona breiðfylkingar okkar, og að auki stjórnarmeðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum (IWF).
ELVAR ÖRN
FRIÐRIKSSON
ELVAR ÖRN
FRIÐRIKSSON
Elvar Örn er verkefnastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna á Íslandi og dyggur talsmaður verndunar villta laxastofnsins í Norður-Atlantshafi.
ELÍAS PÉTUR VIÐFJÖRÐ
ÞÓRARINSSON
ELÍAS PÉTUR VIÐFJÖRÐ
ÞÓRARINSSON
Elías er verkefnastjóri hjá Verndarsjóði villtra laxastofna á Íslandi, en hóf störf sem sjálfboðaliði. Hann nýtir reynslu sína sem leiðsögumaður við fremstu laxveiðiár landsins í baráttunni fyrir björgun tegundarinnar.
VEIGA
GRÉTARSDÓTTIR
VEIGA
GRÉTARSDÓTTIR
Veiga varð fyrst allra til að róa kajak rangsælis eftir strandlínu Íslands og hefur tekið ótal myndir úr ferðalögum sínum um landið. Hluti af hennar myndum hafa sýnt fram á slæman aðbúnað og ástand laxa í sjókvíaeldi á Íslandi og hafa hjálpað við að sýna raunveruleikann á
bakvið þennan iðnað.
Benedikta Guðrún
Svavarsdóttir
Benedikta Guðrún
Svavarsdóttir
Eigandi elsta fyrirtækisins á Seyðisfirði og stofnfélagi í VÁ!, félagi um vernd fjarðar! Heimur hennar breyttist þegar upp komu áform um sjókvíaeldi í firðinum árið 2020, sem ógnuðu bæði viðskiptum hennar og lífsháttum. Síðan þá hefur hún unnið sleitulaust í baráttunni fyrir þeirri framtíð sem hún og samborgarar hennar vilja sjá fyrir sitt samfélag – þar sem lífshættir þeirra, náttúran og lýðræði eru virt.
Jón
Kaldal
Jón
Kaldal
Jón kemur að stefnumótun og er um leið talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins (e. Icelandic Wildlife Fund) sem eru óhagnaðardrifin grasrótarsamtök. Hann starfaði sem ritstjóri íslenskra blaða og tímarita í 25 ár og ljær nú rödd sína baráttunni fyrir verndun lífríkis og náttúruauðlinda Íslands, þar á meðal villta Atlantshafslaxinum.