FRAMTÍÐ ÍSLANDS Á EKKI AÐ BYGGJAST Á ÚRELTRI TÆKNI.
Nýja lagareldisfrumvarpið gerir ráð fyrir að laxeldi  í opnum sjókvíum verði aukið, sem setur íslenska firði, náttúru, efnahag og villta laxinn í hættu. Það er enn tími til að hafa áhrif á frumvarpið. Sendu inn athugasemdir fyrir 26. janúar næstkomandi.
01
Setja skýran endapunkt  (útfösun) fyrir opnar sjókvíar.
02
Setja skýra kröfu um yfirfærslu yfir í lokuð kerfi og/eða landeldi.
03
Stöðva veitingu nýrra leyfa fyrir opnar sjókvíar.

Íslendingar krefjast frumvarps sem

  • Stöðvar allar leyfisveitingar til opins sjókvíaeldis.
  • Fasar út opið sjókvíaeldi innan skýrs tímaramma.
  • Krefst og flýtir yfirfærslu í sjálfbærari framleiðsluaðferðir.
  • Ver villta laxinn og líffræðilegan fjölbreytileika Íslands.
  • Setur skýr umhverfisviðmið sem, ef ekki er náð, leiða til samdráttar í framleiðslu.
  • Verndar rétt bænda og landeigenda gegn mengandi sérhagsmunum sjókvíaeldisfyrirtækja.
  • Verndar Ísland gegn langtíma vistfræðilegum, lögfræðilegum og orðsporslegum skaða.
tveir af hverjum
þremur
Íslendingum eru andvÍgir opnu sjókvíaeldi.
Um hvað snýst frumvarpið og af hverju skiptir það máli
Frumvarpsdrögin sem nú eru í samráðsgátt snúast um regluverk í kringum allt lagareldi. Frumvarpið mun ákveða hvort við munum nútímavæðast og leyfa náttúrunni að njóta vafans eða sitja uppi með opið sjókvíaeldi um ókomna tíð.

Við verðum að krefjast þess að enda opið sjókvíaeldi:

  • Sjókvíarnar eru staðsettar í hreinum og óspilltum fjörðum Íslands.
  • Þær losa úrgang og eiturefni út í sameiginleg hafsvæði.
  • Eldislaxar sleppa og ógna tilvist villtra laxastofna.
Ef þetta frumvarp verður samþykkt óbreytt, getur það fest Ísland í skaðlegum starfsháttum um ókomna tíð.
Þetta frumvarp er enn í mótun og athugasemd frá þér skiptir máli.

Óafturkræf umhverfisáhætta

  • Villtum laxastofnum hefur hrakað mikið á síðastliðnum áratugum.
  • Fjöldi eldislaxa í opnum sjókvíum á Íslandi (~30.000.000 fiskar) er margfalt fleiri en fjöldi villtra laxa (~60.000 fiskar).

Mengun íslenskra fjarða

  • Ómeðhöndlaður úrgangur, fóður og lyf fer óhindrað út í firðina okkar.
  • Örplast og lífrænt álag mengar hafsbotninn og tengd vistkerfi.
  • Firðirnir eru okkar sameign. Ísland borgar kostnaðinn en hagnaðurinn er einkavæddur.

Slæm velferð dýra

  • Þegar tæplega 40% eldislaxa deyja áður en þeim er slátrað, er eitthvað alvarlega rangt við framleiðsluaðferðina.
  • Frumvarpið gerir hreinlega ráð fyrir dauða og þjáningu í stað þess að koma í veg fyrir það.
  • Frumvarpið ver þremur heilum köflum (IX–XI) í að reyna að takast á við afföll, lús og sjúkdóma. Þetta segir okkur að þessi vandamál eru regla, ekki undantekning.
Við þurfum nýsköpun, ekki aukningu
Það eru til betri og sjálfbærari leiðir til að framleiða lax:
lokuð kerfi, á landi og í sjó
  • Koma í veg fyrir að eldislax sleppi, blandist við og eyðileggi erfðamengi villtra stofna.
  • Safna úrgangi og menga ekki firði.
  • Bæta velferð og heilsu eldisdýra.
  • Skapa fjölda sérhæfðra starfa.
Opið sjókvíaeldi VS. Ferðaþjónusta
Það er engin samkeppni.

Hvað fáum við í raun? Sjókvíaeldi á Íslandi skapar störf í nágrenni við kvíarnar en ógnar störfum um allt land. Þá sérstaklega í dreifðum byggðum landsins þar sem fólk treystir á tekjur af villtum laxastofnu..Hluthafar sjókvíaeldisfyrirtækja græða, en á sama tíma veldur það verulegum vistfræðilegum kostnaði, ógn við tilvist villtra laxastofna, viðvarandi úrgangs, efna- og örplastmengun, miklum afföllum fiska og stórfelldum sleppingum. Sjókvíaeldi á Íslandi skapar störf í nágrenni við kvíarnar en ógnar störfum um allt land. Þá sérstaklega í dreifðum byggðum landsins þar sem fólk treystir á tekjur af villtum laxastofnu..Hluthafar sjókvíaeldisfyrirtækja græða, en á sama tíma veldur það verulegum vistfræðilegum kostnaði, ógn við tilvist villtra laxastofna, viðvarandi úrgangs, efna- og örplastmengun, miklum afföllum fiska og stórfelldum sleppingum.

Það sem er í raun gott fyrir Ísland: ferðaþjónustan. Sem stærsta atvinnugrein landsins skapar hún 18 sinnum meira efnahagslegt verðmæti (um 964 milljarða króna), dreifir atvinnu um allt land og felur í sér mun minni áhættu. ferðaþjónustan. Sem stærsta atvinnugrein landsins skapar hún 18 sinnum meira efnahagslegt verðmæti (um 964 milljarða króna), dreifir atvinnu um allt land og felur í sér mun minni áhættu.

Niðurstaðan. Sjókvíaeldi er áhættusöm rekstrarleið með litla ávöxtun. Ferðaþjónustan lifir aðeins af ef firðirnir okkar og villta náttúran gera það líka. Við skulum ekki skipta út atvinnugrein sem hefur sannað sig fyrir atvinnugrein sem er áhættusöm. Sjókvíaeldi er áhættusöm rekstrarleið með litla ávöxtun. Ferðaþjónustan lifir aðeins af ef firðirnir okkar og villta náttúran gera það líka. Við skulum ekki skipta út atvinnugrein sem hefur sannað sig fyrir atvinnugrein sem er áhættusöm.

Ferðaþjónusta skapar miklu meira verðm æti með broti af áhættunni.
Opið Sjókvíaeldi
Ferðaþjónustan
(Hreint náttúruhagkerfi)
Störf
~200–300
Tugir
þúsunda
Ársvelta
~54 MA.KR
~964 MA.KR
Umhverfisáhætta
Mikil
Lítil
Stuðningur almennings
Lítill
(~65% íslendinga eru á móti, aðeins 14% með)
Mikill
Langtímahorfur
Bótaábyrgð & varanlegur umhverfisskaði
Sterkar, ef við pössum
upp á orðspor íslands
Alþingi hefur val:
Skammtímagróði fyrir fáa - eða langtímavernd efnahags, fjarða, samfélaga og alþjóðlegs orðspors Íslands.

Frumvarpið segist bæta eftirlit en getur fest Ísland í áhættusamri vegferð. Það er mikilvægt að nútímavæða löggjöf um lagareldi á meðan enn er tími: stöðva veitingu nýrra leyfa til opins sjókvíaeldis og setja skýra áætlun um útfösun þeirrar framleiðsluðferðar.

Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) og stækkandi bandalag íslenskra samtaka, landeigenda, leiðtoga úr atvinnulífi, vísindafólks og alþjóðlegra samstarfsaðila er tilbúið að vinna með Alþingi að lausnum sem vernda náttúru Íslands og framtíð. Við erum einnig reiðubúin að kalla til ábyrgðar þá sem selja lágu verði náttúruauðlindir Íslands til að þjóna erlendum fyrirtækjum.

Þetta frumvarp er enn hægt að laga. Alþingi þarf að velja: Skammtímagróða fyrir fáa - eða langtímavernd efnahags, fjarða, samfélaga og alþjóðlegs orðspors Íslands.

En hvað gerir frumvarpið rétt?

Hvað er jákvætt í frumvarpinu?

01.

• Lægri gjöld fyrir lokaðar lausnir og ófrjóan lax.

02.

• Aukið aðgengi og fjármögnun fyrir eftirlitsaðila.

Hvað er neikvætt í frumvarpinu?

01.

Leyfir áframhaldandi útþenslu opins sjókvíaeldis.

• Ekkert bindandi heildarþak á lífmassa.

• Áhættumat erfðablöndunar er ráðgefandi, ekki bindandi.

• Enn er hægt að opna ný svæði fyrir opið sjókvíaeldi.

• Engin ný friðunarsvæði.

• Burðarþolsmat ýtir undir vöxt í stað þess að setja mörk.

02.

Festir opið sjókvíaeldi í sessi til framtíðar.

• Íslendingar gætu þurft að greiða bætur til erlendra fyrirtækja: frumvarpið setur fram kvótakerfi sem kallast  “laxahlutur” - kvóti sem skapar eignarrétt.

• Það getur gert fyrirtækjum kleift að krefjast bóta ef kvóti er minnkaður eða tekinn burt.

• Þetta gerir framtíðarbreytingar fjárhagslega og lögfræðilega áhættusamar.

Leyfi gefin út til allt að 16 ára, með endurnýjunum.

• Öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir þetta er skýr endadagsetning fyrir opið sjókvíaeldi.

03.

Hvetur aðeins til öruggari tækni - krefst hennar ekki.

• Lokaðar lausnir fá afslætti, en eru ekki gerðar að skyldu.

• Ódýrasta og mest mengandi aðferðin, opið sjókvíaeldi festist í sessi.

04.

Gerir vistfræðilegan skaða “eðlilegan”.

• Mengun er verðlögð, ekki stöðvuð.

• Há afföll fiska, lús og mengun eru talin ásættanleg niðurstaða.

• Eftirlit og aðgerðir eru ekki fyrirbyggjandi, heldur eiga sér stað eftir að skaðinn er skeður.